Lög


  

Grindjánar Bifhjólaklúbbur.

Lög. 

1.   gr.

Nafn félagsins er Grindjánar Bifhjólaklúbbur.

2.   gr.

Heimili félagsins og varnarþing skal vera í Grindavík.

3.   gr.

Merki klúbbsins er þrískipt bakmerki sem tengist sem eitt merki

Einungis skráðir félagar meiga bera merkin.

Nýir félagar skulu merkja sig með bakmerki á vesti innan þriggja mánaða(Eða semja um annað við stjórn)þegar full aðild er kominn.

4.   gr.

Tilgangur félagsins er:

1.     Að koma á sem víðtækustu samstarfi bifhjólafólks í Grindavík.

2.     Stuðla að bættri umferðamenningu.

3.     Hjóla saman, skemmta sér og öðrum og láta gott af sér leiða.

4.     Stjórn skal vera í forsvari fyrir félagið.

5.   gr.

       Stofnfélagar eru:

       Hrafnhildur Björgvinsdóttir           

       Davíð Friðriksson                       

       Guðrún Steina Sveinsdóttir         

       Svanþór Ey                             

       Hjálmar Sigurðsson                   

       Sigurður Valgeir Sigurjónsson     

       Viðar Geirsson                         

       Arnar Ólafsson                       

       Sigurþór Ólafsson                      

       Harpa Hrönn Magnúsdóttir           

       Roland Buchholz                         

 

Ef stofnfélagaskrá breytist og einhver dettur út skal næsti félagi færast upp og koma inn sem "stofnfélagi" þannig að "stofnfélagar" séu ætíð 11 talsins. 

  6.   gr.

Inntökuskylirði: Samþykki meirihluta stofnfélaga fyrir inntöku og brottvísun í klúbbin, en áður en full aðild viðkomandi aðila er veitt skal hann starfa með klúbbnum í að minstakosti 6 til 12 mánuði til að sjá hvort hann hafi áhuga að vera meðlimur í þessum félagsskap. Skal hann greiða ½ félagsgjald sem gengur svo upp í fullt gjald við fullnaðar samþykkt.

Hámarksfjöldi virkra félagsmanna miðist við 50 manns.

 

7.   gr

Stjórn félagsins skal skipuð formanni og 4 öðrum meðstjórnendum og 1 varamaður

Stjórnarmenn og formaður skulu kosnir á aðalfundi til 2ja ár í senn.

Kosið skal á hverju ári,annað árið formaður og 2 meðstjórnendur og árið eftir

2 meðstjórnendur og 1 varamaður svo að stjórn víxlist ávallt.

     Formaður boðar stjórnarmenn á fund þegar þurfa þykir.

Dagleg umsjón félagsins annast formaður.

 

8.   gr.

Starfstími félagsins skal vera frá aðalfundi til aðalfundar. Á aðalfundi skal stjórn gera upp liðið ár.

 

9.   gr.

Rekstur félagsins skal fjármagnaður með félagsgjöldum, sem skulu vera    ákveðin á aðalfundi og skulu félagsgjöld greiðast með gjalddaga 1 maí og eindaga  1 október

     Ekki er nauðsyn að tæma sjóð á aðalfundi, að minsta kosti sé         kr 20.000

     að lágmarki  eftir í sjóði.

       10. gr.

Aðalfundur skal haldin í apríl ár hvert. Skal þar taka fyrir venjuleg   aðalfundarstörf.

Stjórn boðar til aðalfundar með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara.Rétt til þáttöku á  aðalfundi eru allir skráðir og greiddir félagar.Séu gjöld ekki greidd það félagsár fellur félagsmaður út af skrá 2.Okt það ár. Aðalfundur er því aðeins  löglegur sé löglega til hanns boðað.Ef breyta þarf lögunum skal skila breytingartillögum minnst 1 viku fyrir  aðalfund, einnig framboði til formanns og stjórnar.

Samþykki breytinga, einfaldur meirihluti fundamanna.

     Breytingar á lögum skulu öðlast  gildi strax við samþykki

     á aðalfundi

 

11.gr.

Ákvörðun um slit eða nafnabreytingu félagsins skal tekin á aðalfundi, með einföldum meirihluta.

Eignir ef einhverjar eru við slit munu renna til góðgerðarmála eða til stofnunar annars klúbbs af félagsmönnum Grindjána bifhjólaklúbbs. Þar sem skráðir félagsmenn færist sjálkrafa inn í nýjan klúbb.

 

12.gr.

Öll meðferð ólöglegra fíkniefna á viðburðum klúbbsins eða félagsmanna undir merkjum klúbbsins á öðrum vettvangi er bönnuð.

Brot á þessu varðar brottrekstri úr klúbbnum.

 

 

 

Lög Grindjána með breytingum samþykkt á aðalfundi 07.04.2018

 

 

 

 

 

 


Flettingar í dag: 2059
Gestir í dag: 36
Flettingar í gær: 2152
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 875934
Samtals gestir: 60740
Tölur uppfærðar: 10.10.2024 09:37:01